Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 17:52:47 (7942)

2002-04-19 17:52:47# 127. lþ. 123.21 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[17:52]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta kennir okkur fyrst og fremst að við þurfum að leggja mikla rækt við þennan málaflokk. Hér kemur skýrt fram að miðað við 100 þús. íbúa fjölgaði dauðaslysum á árunum 1997--2000 umfram það sem var þar á undan. Þó að í skýrslunni sé fjallað um dauðaslys og alvarleg slys í sama flokknum held ég að það hefði verið til bóta að taka dauðaslysin sérstaklega út. Það eru þau slys sem við viljum koma í veg fyrir eins og hægt er. Við þurfum að horfa til þess að bæta þau umferðarmannvirki sem við getum bætt í því skyni að tryggja að þessu markmiði verði náð. Það hefði kannski verið betra að öllu leyti að draga skýrar fram í umræðunni að varðandi dauðaslysin hefðu markmiðin ekki náðst.