Vestnorræn samráðsnefnd um nýtingu náttúruauðlinda

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 11:21:51 (7987)

2002-04-20 11:21:51# 127. lþ. 124.28 fundur 458. mál: #A vestnorræn samráðsnefnd um nýtingu náttúruauðlinda# þál. 20/127, Frsm. SAÞ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[11:21]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá utanrmn. um till. til þál. um að koma á fót vestnorrænni samráðsnefnd um nýtingu náttúruauðlinda.

Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið, í samvinnu við landstjórnir Færeyja og Grænlands, að koma á fót níu manna samráðsnefnd um nýtingu náttúruauðlinda og að nefndina skipi þrír fulltrúar frá hverju vestnorrænu landanna. Tillagan byggist á tilmælum nr. 3/2001 sem samþykkt voru á ársfundi Vestnorræna ráðsins á Grænlandi 2001.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.