Þjóðhagsstofnun o.fl.

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 14:00:56 (8032)

2002-04-20 14:00:56# 127. lþ. 124.9 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:00]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Þjóðin öll veit að hér er á ferðinni pólitískur geðþótti, pólitískir dyntir forsrh. Ég er ekki kjörinn á Alþingi til að vera í hópi jábræðra forsrh. þegar honum detta í hug hlutir, þegar hann vill láta kné fylgja kviði og færa til betri vegar ef menn voga sér að andæfa honum í opinberri umræðu. Það gerði þjóðhagsstofustjóri árið 2000, hann var með aðrar spár en forsrh. Afleiðingin varð sú að hann skyldi leggja af og stofnunina um leið. Ég tek ekki þátt í leik af þessum toga.