2002-04-20 14:13:33# 127. lþ. 124.16 fundur 427. mál: #A almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk)# frv. 99/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:13]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér er gert refsivert að styðja mann, félag eða hóp sem fremja eða hafa þann tilgang að fremja hryðjuverk. Þetta þykir umdeilanleg skilgreining sem reyndar er hert á í nefndaráliti allshn. og er ég mjög sáttur við þá skilgreiningu sem þar er.

Engu að síður finnst mér lagagreinin opin og óljós og get ekki veitt henni stuðning.