Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:35:07 (8143)

2002-04-23 13:35:07# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Við hjá Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði teljum að miðað við núverandi ástand í sjávarútvegsmálum beri að gefa fleirum kost á því að koma að rannsóknarþættinum og greiðum þess vegna atkvæði á móti 1. gr. Að öðru leyti munum við sitja hjá við atkvæðagreiðslur um brtt. frá meiri hluta sjútvn. og setja það á ábyrgð stjórnarmeirihlutans að framfylgja þeim tillögum sem hér eru settar fram enda þótt sumt í tillögunum sé til bóta, eins og aflahlutdeild í karfa, ýsu og fleiri tegundum sem er minnkuð og síðan með byggðakvótann. Heildstætt út frá stefnu okkar getum við ekki stutt þessar brtt. og munum því sitja hjá en segja nei við 1. lið.