Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:36:32 (8145)

2002-04-23 13:36:32# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:36]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Með þeirri brtt. sem meiri hluti sjútvn. flytur við 1. gr. frv. er verið að opna á möguleika fyrir fleiri aðila að stunda hafrannsóknir en Hafrannsóknastofnun og auðvelda þeim leiðina með því að gera ráð fyrir því að afli sem fenginn er við vísindalegar rannsóknir skuli ekki að hluta eða öllu reiknast til heildarafla. Með þessu er í fyrsta skipti opnaður þessi möguleiki. Það mun þýða að hafrannsóknir munu eflast og hafrannsóknir fleiri aðila en Hafrannsóknastofnunar munu sjá dagsins ljós. Það er mjög mikilvægt í rannsóknarumhverfi okkar. Ég segi því já.