Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:39:40 (8147)

2002-04-23 13:39:40# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:39]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Á áliti meiri hluta sjútvn. hef ég fyrirvara. Sá fyrirvari snýr að 5. gr. frv. Hún snýst um það að skilgreina smábáta sem 15 brúttótonn í staðinn fyrir sex brúttótonn eins og er í dag. Ég vek athygli á því að 15 brúttótonn samsvara því sem áður kallaðist 15--25 tonna bátar. Ég hef miklar efasemdir um þá breytingu. Ég hygg að næstu skref verði þau að verði þessi breyting samþykkt muni smábátamenn óska eftir því að fá að veiða á netum og í framtíðinni muni verða undan því látið. Þar með er munurinn á svokölluðu stóra kerfi og smábátakerfinu orðinn lítill sem enginn og tel ég því að þessi breyting sé upphafið að því að smábátaútgerð á Íslandi muni leggjast af. Því mun ég greiða atkvæði gegn því.