Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:41:16 (8149)

2002-04-23 13:41:16# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:41]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Víða um land eru smábátar undirstaða atvinnu í sjávarútvegi í plássum sínum. Til að tryggja öryggi þeirra sem stunda sjóinn í þessari gerð útgerðar og til að treysta hráefnisöflun við fiskvinnslu í þeim sömu byggðarlögum er rétt og skylt að gefa mönnum kost á að stækka báta sína.