Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:42:30 (8348)

2002-04-29 11:42:30# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:42]

Vilhjálmur Egilsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að hv. þm., sem gaf kost á sér í prófkjör fyrir Samfylkinguna fyrir síðustu alþingiskosningar, skuli núna ekki þora að kannast við að hafa verið stuðningsmaður og kosið Skagafjarðarlistann, og bera mikla ábyrgð á honum. Þetta kemur mér mjög á óvart. Ég hélt að hv. þm. færi ekki að standa hér og þykjast ekki hafa kosið Skagafjarðarlistann í leynilegri atkvæðagreiðslu við síðustu sveitarstjórnarkosningar í Skagafirði. Hvers lags aumingjaskapur er þetta eiginlega, hv. þm.?