Þjóðhagsstofnun o.fl.

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:46:41 (8363)

2002-04-29 14:46:41# 127. lþ. 132.3 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:46]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Það er ekkert náttúrulögmál að Þjóðhagsstofnun skuli vera til. Það mun sýna sig að þeim verkefnum sem stofnunin hefur sinnt mun verða fyrir komið með öðrum hætti þannig að fullur sómi er að og þau munu öll verða unnin með vönduðum hætti, hér eftir sem hingað til.

Varðandi það sem snýr að starfsfólkinu liggur fyrir að ekki mun verða gert neitt á hlut starfsfólksins. Það verður allt saman eðlilegt, hvernig farið verður með störf þess og stöðu í sambandi við þessar breytingar. Þetta frv. er því hið besta mál og verður spennandi að sjá hvort hagur þjóðarinnar muni ekki bara batna við það að Þjóðhagsstofnun verður lögð niður.