Þjóðhagsstofnun o.fl.

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:47:41 (8364)

2002-04-29 14:47:41# 127. lþ. 132.3 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:47]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Skyldi veðrið batna ef við leggjum niður Veðurstofuna? Ég lýsi eindreginni andstöðu við frv. ríkisstjórnarinnar um að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Þetta kemur til með að veikja möguleika Alþingis og aðila á vinnumarkaði til að fá aðgang að upplýsingum um efnahagsmál. Þetta er gert á sama tíma og stefnt er að því að styrkja pólitískt framkvæmdarvald í þessu efni. Það má því til sanns vegar færa að þessi ráðstöfun komi til með að grafa undan lýðræðislegri umræðu í landinu.