Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 13:09:08 (8548)

2002-04-30 13:09:08# 127. lþ. 134.29 fundur 630. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gróðurhúsaafurðir og garðávextir) frv. 84/2002, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[13:09]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég gat um áðan kom það flatt upp á okkar hvernig Sölufélagið ætlaði að reikna út sinn kostnað. En að sjálfsögðu gat landbn. ekki skipt sér af því. Þessi samningur er á milli innleggjenda hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og það er í rauninni þeirra mál hvernig þeir nýta beingreiðslur sínar. Það er ekki okkar að skipta okkur af því. Framleiðendum er frjálst að leggja inn hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og eins hjá öðrum aðilum ef þeir kjósa svo.