Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 18:06:15 (8675)

2002-05-02 18:06:15# 127. lþ. 135.8 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[18:06]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér er m.a. um það að ræða að ríkisstuðningur komi í þeim tilvikum þegar um svokallaða einkaframkvæmd er að ræða eða rekstrarleigu. Það er eingöngu í Hafnarfirði sem það á við. Svo ógeðfelld aðferð sem þetta er í mínum huga, hvað snertir uppbyggingu grunnskóla í sveitarfélögum, þar sem bæjarfélagið er í raun leigutaki hvað skólahúsnæði varðar næstu 25 árin eiga Hafnfirðingar ekki að gjalda þess. Þeir eiga að njóta þess sama þegar kemur að stuðningi ríkisvaldsins varðandi uppbyggingu grunnskóla. Því hlýt ég að segja já.