2002-05-03 02:54:55# 127. lþ. 135.25 fundur 729. mál: #A skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins# (krókaaflamarksbátar) frv. 88/2002, Frsm. meiri hluta EKG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[26:54]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Nefndarálitið sem ég mæli hér fyrir er um frumvarp sem flutt er af meiri hluta nefndarinnar í tengslum við frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið tryggir að greiðslur samkvæmt lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins renni til félagasamtaka í sömu hlutföllum og verið hefur þrátt fyrir stækkun bátanna.

Meiri hlutinn leggur til þá breytingu að í stað þess að tala um krókaaflamarksbáta undir 15 brúttótonnum í lögunum verði einfaldlega talað um krókaaflamarksbáta. Það ræðst síðan af ákvæðum laga um stjórn fiskveiða hvaða bátar teljast til þess bátaflokks. Breytingin hefur ekki efnislega breytingu í för með sér. Meiri hlutinn leggur til að frv. verði samþykkt með áðurnefndri breytingu.

Undir þetta nefndarálit skrifa auk mín hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Guðjón Guðmundsson og Helga Guðrún Jónasdóttir.