Stefna í byggðamálum 2002--2005

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:27:05 (8804)

2002-05-03 14:27:05# 127. lþ. 137.3 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál. 30/127, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:27]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Þó að margar athyglisverðar ábendingar komi fram í þeirri tillögu sem hér er verið að afgreiða er ekki tekið á atvinnumálunum með nægilega afgerandi hætti, því sem mestu máli skiptir til þess að hægt sé að snúa við hinni neikvæðu byggðaþróun. Mér er því fyrirmunað að geta stutt þessa tillögu og sit þess vegna hjá.