Fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 14:20:24 (439)

2001-10-11 14:20:24# 127. lþ. 9.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[14:20]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi þetta sérstaka dæmi og ég tók það fram að þetta væri eitt af mörgum dæmum úr fjáraukalögunum. Ég vil undirstrika að ég nefndi það til þess að það yrði til eftirbreytni héðan í frá. Ég ætla ekki að fara að hengja einhvern fyrir þetta dæmi, alls ekki, og það væri ekki skynsamlegt vegna þess að við erum að taka í notkun ný lög, lögin um fjárreiður ríkisins, og þau lög eiga að stuðla að auknum aga og eru farin að gera það. Það eru einmitt þau lög sem ég nota núna til þess að benda á þetta dæmi til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur.

Ég ætla ekki að fara að leita að einhverjum sökudólg. Það hefur ekkert upp á sig. Þetta hefur verið miklu verra í fortíðinni og ég ætla að vona að það að ég skuli nefna þetta hér verði til þess að menn gæti þess betur í framtíðinni að fara að fjárlögum.