Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 15:43:39 (587)

2001-10-16 15:43:39# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[15:43]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Hv. 3. þm. Vesturl., Jóhann Ársælsson, sagði í ræðu um daginn að þessi fyrningarleið sem hér um ræðir mundi líklegast kosta 12 milljarða á meðan hóflegt veiðigjald kostar 2 milljarða. Hvernig í ósköpunum halda flutningsmenn frv. að það kæmi við landsbyggðina ásamt þeim neikvæðu margfeldisáhrifum sem óneitanlega fylgdu í kjölfarið? Ég bara spyr.

(Forseti (ÍGP): Forseti vill minna hv. þingmenn á að ávarpa forseta í upphafi ræðu.)