Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:42:13 (595)

2001-10-16 16:42:13# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., Flm. JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:42]

Flm. (Jóhann Ársælsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra hélt því fram að við sem vorum þarna í þessari blessaðri nefnd hefðum bara viljað fara einhverjar sérstakar leiðir. Það var auðvitað ekki hægt. En af hverju var það ekki hægt? Það var af því að hæstv. ráðherra vildi fara sína sérstöku leið og það var ekki um neitt annað að ræða. Sú leið varð til áður en auðlindanefndin skilaði af sér og það var það sem ég átti við. Ég var að reyna að sýna fram á það í ræðu minni hvers konar flokkslína hefði legið allar götur frá því áður en auðlindanefndin skilaði af sér og þangað til Sjálfstfl. samþykkir endanlega sína flokkslínu núna. Ég spyr: Var þetta sáttatal? Sneri það bara að því að það væri hægt að ná sátt milli stjórnarflokkanna um þessa hluti? Er það ekki komið á daginn eftir allan þennan feril að það náði aldrei lengra? Ég segi: Slík sátt verður ekki við þjóðina. Enda er það augljóst í dag.