Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 10:34:01 (707)

2001-10-18 10:34:01# 127. lþ. 14.92 fundur 73#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 127. lþ.

[10:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess um dagskrá dagsins að áformað er að ganga til atkvæða um fyrsta dagskrármálið að aflokinni 2. umr. og verður í kjölfar þess efnt til nýs fundar. Með öðrum orðum er að því miðað að gera fyrsta dagskrármálið að lögum í dag ef þingheimur fellst á slíka málsmeðferð. Má því reikna með atkvæðagreiðslu um fyrsta dagskrármálið að aflokinni 2. umr. málsins. Hvenær það verður getur forseti ekki sagt um. Það er undir hv. þingmönnum komið.