Heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 11:10:06 (717)

2001-10-18 11:10:06# 127. lþ. 15.2 fundur 169. mál: #A heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar# (forgangsröð verkefna o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 127. lþ.

[11:10]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Meginmarkmiðið með þessu frv. er að styrkja þann grundvöll sem helst hefur staðið undir ákvörðuðum daggjöldum og það sem helst hefur valdið ágreiningi. Með öðrum orðum að styrkja RAI-matið og grundvöll þess. Vissulega þarf að hafa samráð við daggjaldastofnanir um ákvörðun daggjalda. Hér eru ákvæði um að svo skuli gert. Þau standa en aðalstefnumörkun þessa frv. er að styrkja ákvæði um hjúkrunarþyngd, sem helst hefur valdið vandkvæðum í þessum samskiptum.