Heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 11:17:33 (721)

2001-10-18 11:17:33# 127. lþ. 15.2 fundur 169. mál: #A heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar# (forgangsröð verkefna o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 127. lþ.

[11:17]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er megintilgangur frv. og þess að setja þetta samningsumboð á eina hönd að jafnræði sé á milli aðila. Frv. er í sjálfu sér hlutlaust hvað varðar rekstrarform. Það á eingöngu að ríkja jafnræði milli aðila hvort sem þessi verk eru unnin inni á sjúkrahúsum eða utan þeirra, það er megintilgangurinn með frv. og megintilgangurinn með því að sameina þetta samningsumboð. Þær jafnræðisreglur sem eru í gildi í samfélaginu eiga auðvitað að tryggja að þarna sé aðilum ekki mismunað fyrir sams konar störf. Þarna er eingöngu verið að samræma samningsumboðið en ég held að of mikið sé gert úr áhyggjum af því að læknastéttinni verði mismunað.