Kirkjuskipan ríkisins

Fimmtudaginn 15. nóvember 2001, kl. 12:33:50 (1609)

2001-11-15 12:33:50# 127. lþ. 30.2 fundur 19. mál: #A kirkjuskipan ríkisins# (aðskilnaður ríkis og kirkju) frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 127. lþ.

[12:33]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég kem í ræðustól til að tjá hv. flutningsmönnum, Guðjóni A. Kristjánssyni og Sverri Hermannssyni, að ég er á móti þessu frv. Ég er á móti því vegna þess að ég tel að fámennu söfnuðirnir úti á landi muni líða fyrir það ef aðskilnaður ríkis og kirkju verður meiri en orðinn er. Ég held að sá aðskilnaður sé orðinn eins mikill og hann getur verið. Þjóðkirkjan ræður orðið öllum sínum málum sjálf og ég mundi bera mikinn ugg í brjósti vegna þeirra fámennu safnaða úti um landsbyggðina ef aðskilnaður yrði algjör.