Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 16:00:52 (1807)

2001-11-20 16:00:52# 127. lþ. 32.6 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[16:00]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er sennilega rétt hjá hv. þm. að meira er sennilega ekki nóg og ætti raunverulega að vera allt. Ég get vel séð fyrir mér að niðurstaðan úr þessu starfi og þeirri þróun sem því fylgdi yrði sú að svo til allt kæmi að landi.

Af því að hv. þm. nefndi slóg til sögunnar í fyrra andsvari sínu, þá get ég vel séð það fyrir mér að stór hluti af slóginu komi líka að landi og verði nýtt í alls konar vinnslu á efnahvötum. Þegar eru dæmi um það í úrvinnslu sjávarafla á Íslandi að það sé gert þannig að vonandi nýtum við sjávaraflann betur í framtíðinni og fáum úr honum meiri verðmæti.