SÓ fyrir LMR og HGJ fyrir ÁMM

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 13:02:02 (1842)

2001-11-21 13:02:02# 127. lþ. 33.94 fundur 156#B SÓ fyrir LMR og HGJ fyrir ÁMM#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[13:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa svohljóðandi bréf, hið fyrsta dags. 21. nóv. 2001:

,,Þar sem Lára Margrét Ragnarsdóttir, 6. þm. Reykv., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og bréfs 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Reykjavík, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa, að 2. varaþm. á listanum, Stefanía Óskarsdóttir, taki sæti hennar á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Sigríður A. Þórðardóttir,

formaður þingflokks Sjálfstfl.``

Annað bréfið er dags. 19. nóv. 2001:

,,Að þessu sinni get ég ekki tekið sæti Láru Margrétar Ragnarsdóttur, 6. þm. Reykv., á Alþingi frá 21. nóvember til 6. desember nk., vegna fjarveru minnar á tímabilinu.

Virðingarfyllst,

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.``

Þriðja bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, Helga Guðrún Jónasdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Árni M. Mathiesen.``

Helga Guðrún Jónasdóttir og Stefanía Óskarsdóttir hafa báðar tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa á ný.