Áhrif framræslu votlendis á fuglalíf

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 13:12:54 (1847)

2001-11-21 13:12:54# 127. lþ. 33.1 fundur 61. mál: #A áhrif framræslu votlendis á fuglalíf# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[13:12]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom áðan hefur framræsla á votlendi haft áhrif á fuglategundir. Hins vegar erum við núna að snúa vörn í sókn og votlendisnefndin svokallaða sem starfar undir forustu landbrn. er að gera góða hluti. Í þessari nefnd eru líka fulltrúar frá umhvrn., RALA og Náttúrufræðistofnun Íslands. Samkvæmt upplýsingum mínum skoðar nefndin ástand svæða fyrir úrbætur, áður en menn fara í það að moka ofan í skurðina, og eftir. Bæði skoða menn gróður og fuglalíf og reynslan sýnir að jákvæð áhrif verða við endurheimt votlendis þannig að votlendisfuglarnir og fuglalífið er að verða fjölbreyttara aftur. Ég tel því að verið sé að stíga mjög jákvæð skref varðandi þessi mál. En að sjálfsögðu mun það taka talsverðan tíma að laga allt sem aflaga hefur farið.