Smávirkjanir í sveitum

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:47:23 (1895)

2001-11-21 14:47:23# 127. lþ. 33.11 fundur 284. mál: #A smávirkjanir í sveitum# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:47]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn en vil aðeins fá að hnykkja frekar á vegna svars hæstv. ráðherra.

Ljóst er að í gangi er nefnd sem var skipuð í desember 2000 og hæstv. ráðherra segir að hún muni skila af sér á næstunni. Í sambandi við þriggja fasa rafmagnið kemur í ljós í máli hæstv. ráðherra að engin áætlun sé til enn um lagningu þriggja fasa rafmagns í sveitum landsins en í gangi sé nefnd síðan í mars 1999 sem kanni þörfina, og hæstv. ráðherra segir að vænta megi mögulegrar niðurstöðu fyrir áramót.

Nú hvet ég hæstv. ráðherra til að sjá til þess að starfi þeirra nefnda verði hraðað, því eins og fram kemur í máli ráðherrans hafa þær verið að störfum það lengi að það hlýtur að vera hægt að halda þeim þannig að verki að niðurstöður þeirra liggi fyrir sem allra fyrst því að þær eru, hvernig sem á þetta mál er litið, afskaplega mikilvægar.

Að öðru leyti vil ég taka undir orð hv. þm. Ísólfs Gylfa Pálmasonar og biðja um meira stuð í þetta mál.