Fjárlög 2002

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:29:45 (2091)

2001-11-28 13:29:45# 127. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:29]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Eins og ég gat um í umræðu um fjárlögin í gær þá er ég á móti því að löggjafarsamkunda Íslands, hv. Alþingi, standi í framkvæmdum, sé að grafa skurði, byggja hús, rækta lax, silung og hunda. Ég mun því greiða atkvæði gegn slíkum framkvæmdum, sem hér er verið að ákveða.

Ég tel að ráðuneytin eigi að fá rammafjárlög til þess að standa í slíkum framkvæmdum, enda eru ráðherrarnir framkvæmdaraðilar, og þeir eigi að standa ábyrgð á því gagnvart Alþingi hvernig þeirri framkvæmd lyktir.

Nú er það þannig að enginn ber ábyrgð á þessum framkvæmdum sem Alþingi ákveður sjálft vegna þess að ráðherrar geta ekki borið ábyrgð á því sem löggjafarsamkundan ákveður.