Fjárlög 2002

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:49:00 (2097)

2001-11-28 13:49:00# 127. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:49]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Þrátt fyrir að þess megi vænta að þær tillögur sem hér hafa farið í gegnum atkvæðagreiðslu muni að stórum hluta breytast milli 2. og 3. umr. þá er að sjálfsögðu eðlilegt að greiða því atkvæði að málið fari til 3. umr. þannig að sem fyrst megi hefja raunhæfa umræðu og vinnu við fjárlagafrv. fyrir árið 2002.