Sérframlag til framhaldsdeilda

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 14:25:12 (2117)

2001-11-28 14:25:12# 127. lþ. 38.3 fundur 244. mál: #A sérframlag til framhaldsdeilda# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi JB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 127. lþ.

[14:25]

Fyrirspyrjandi (Jón Bjarnason):

Herra forseti. Margur heldur mig sig og ég vil segja hér, herra forseti, að í orðum hæstv. menntmrh. hefði honum verið nær að ganga hreinlega til verks og svara betur þessari fyrirspurn heldur en vera að tala um að það að styrkja og efla nám úti um land flokkaðist undir þröngsýni. Ég harma þessa sýn hæstv. menntmrh. og vil biðja hæstv. ráðherra að líta í eigin barm varðandi uppbyggingu menntunar úti á landi.

(Forseti (HBl): Ég er litlu nær um það hvernig hv. þm. bar af sér sakir eftir ræðu hans (Gripið fram í.) og hygg að það beri vott um frjálslyndi forseta að hafa leyft hv. þm. að halda áfram ræðu sinni.)