Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 18:44:55 (2342)

2001-12-03 18:44:55# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[18:44]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst undarlegt að hv. þm. skuli bera fram þessa spurningu. Hann hefur staðið í þessum ræðustóli í dag með stóryrði þar sem hann hefur fullyrt hvaða afstöðu ég hafi til málsins. Hann þarf ekkert að spyrja mig um þetta, er það? Hann hefur sjálfur talað um það hvaða skoðanir ég hafi á þessum málum án þess að ég hafi almennt vikið að því.