Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 19:01:01 (2350)

2001-12-03 19:01:01# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), EMS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[19:01]

Einar Már Sigurðarson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er væntanlega rétt hjá hv. þm. Halldóri Blöndal að hér hafa umræður átt sér stað sem eru nokkuð á skjön við skýrslu umboðsmanns Alþingis. (HBl: Er þetta um fundarsköp? Er þetta um þingsköp forseta?) Herra forseti. Hef ég ekki orðið hérna? (LB: Forseti þó!) Ég hafði hins vegar hv. þingmann mjög til fyrirmyndar í því hvernig hann taldi óhjákvæmilegt að ræða önnur mál en skýrslu umboðsmanns Alþingis vegna þess að ég hafði ekki verið viðstaddur umræðuna og þess vegna bað ég hæstv. forseta sérstaklega afsökunar á því að ég þyrfti að ræða hér önnur mál.

Herra forseti. Fyrirmynd mín í því var hv. þm. Halldór Blöndal og ég taldi að hæstv. forseti Halldór Blöndal kynni að haga máli sínu eins og gert væri ráð fyrir innan þingskapa Alþingis.