Útflutningsskylda sauðfjárafurða

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 15:01:51 (2529)

2001-12-05 15:01:51# 127. lþ. 44.2 fundur 259. mál: #A útflutningsskylda sauðfjárafurða# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka fyrirspyrjanda fyrir að koma með þetta mál inn á þingið og eins fyrir svör hæstv. landbrh. Það er alveg ljóst að hér er grafalvarlegt mál á ferðinni.

Að mínu mati er hér um allt að því glæpsamlega starfsemi að ræða. Bændur bera af því mikinn kostnað að hafa hluta af framleiðslu sinni til útflutnings. Ef ofan á bætist að þetta kjöt er selt á innanlandsmarkaði og dregur úr möguleikum bænda til áframhaldandi framleiðslu og þeir þurfa að auki að taka á sig enn frekari kostnað og skyldur og hærri kostnað vegna þessa þá er þetta ekkert annað en glæpastarfsemi.

Herra forseti. Ég óska eftir því að þetta mál verði rannsakað sem slíkt og að réttur og hagsmunir bænda verði hafðir að leiðarljósi í þessum málum.