Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 14:58:14 (2678)

2001-12-07 14:58:14# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[14:58]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson deilir á kjarasamninga opinberra starfsmanna, segir þá hafa fengið hlutfallslega of stóran skref af kökunni. Þá spyr ég: Er það ekki rétt að þeir sem semja fyrir hönd ríkisins, eru á ábyrgð ríkisstjórnar og fyrst og fremst á vegum hæstv. fjmrh.? Hvern er hv. þm. í raun að skamma ef ekki ríkisstjórnina og hæstv. fjmrh.? Þeir fá skammirnar, heyrist mér. Ég spyr hvert hann beinir átölum sínum. Er verið að skamma þessa aðila?

Síðan talar þingmaðurinn um svartsýna og bjartsýna spá. Ég segi bara, hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson og virðulegur forseti, að það ætti að fara að spám okkar jafnaðarmanna. Þær hafa verið raunsæjar.