Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:07:44 (2686)

2001-12-07 15:07:44# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:07]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók eftir því í ræðu hv. varaformanns fjárln. að hann hafði áhyggjur af skuldasöfnun þjóðarinnar upp á 600 milljarða. Þann tíma sem ég hef verið á þingi hefur verið varað mikið við þessari skuldasöfnun í útlöndum. En hingað til hafa stjórnarsinnar varið hana með því að segja: Ríkið er að minnka skuldirnar, það gerir ekkert til að fyrirtækin í landinu safni skuldum í útlöndum.

Ég spyr því hv. þm.: Er hann fyrst að átta sig á því núna og hafa áhyggjur af því núna að íslenska þjóðin með bankakerfi sínu og peningakerfi er ábyrg fyrir þessari skuldsetningu í útlöndum?