Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:12:26 (2690)

2001-12-07 15:12:26# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:12]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Varaformaður fjárln. tók það fram að niðurskurðurinn svokallaði væri ákaflega lítill. Hv. varaformaður fjárln. er annar áhrifamesti þingmaðurinn um gerð og frágang fjárlaga hverju sinni. Ég gæti haldið svipaða ræðu sem fulltrúi stjórnarandstöðu eins og hann hélt hér.

Hann talar að vísu með Albaníustíl löngum og löngum. En hvað liggur eftir þennan næstmesta valdamann í fjárln.? Hvað liggur eftir hann annað en þessar sanngjörnu og góðu ræður sem hann flytur? Hann segir að niðurskurðinn í fjárln. hafi borið að með skömmum fyrirvara. Það er svo. Hann vann frá 1. október og alveg fram að Silfri Egils 25. nóvember í því að auka við útgjöldin. Hvað svo um alla þessa nauðsyn þarna sem er um að tefla?