Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:34:49 (2700)

2001-12-07 15:34:49# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:34]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þetta andsvar er sérkennilegt að því leytinu til að ég vék alls ekkert að þessum málaflokki (Gripið fram í: Það var skítt.) og er þess vegna ekki fullklár á því hvernig t.d. framkvæmdir standa. Ég viðurkenni að ég hef ekki sprangað þarna um til að skoða þessar framkvæmdir. Hérna er um tæknileg atriði að ræða sem ég á ekki mjög gott með að útskýra og ég hygg, er þó ekki alveg sannfærður um --- eins og ég sagði við hv. þm. hef ég kannski ekki haft tækifæri til að kynna mér þetta mál alveg til fullnustu en ég hygg að þessar 200 millj. skili sér í sparnaði.