Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:59:53 (2728)

2001-12-07 16:59:53# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:59]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði að það sama ætti yfir öll fyrirtæki að ganga í þessu tilfelli. En ég ætla ekki að gera það að aðalatriði. Það sem ég held að skipti langmestu máli í þessu er að eignarhaldsfélögin um allt land hafa ekki möguleika til þess að uppfylla þessi ströngu skilyrði. 40% eigið fjárframlag af svæðinu er bara einfaldlega of mikið fyrir þessi svæði. (Gripið fram í: 60%.) Ég meina 60%, og 40% frá Byggðastofnun. Það er á því sem ég hefði talið að ætti að taka og því fyrr því betra.

Ég efast ekki um að við erum alveg sammála, hv. þm. og ég, um að við teljum að byggðir landsins þurfi á þessu fé að halda.