Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 18:56:45 (2744)

2001-12-07 18:56:45# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[18:56]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað þarf að skoða fyrst og framkvæma síðan. Það er nú bara þannig. Betra væri ef allir gerðu það.

Ég sagði að einn skóli kæmi áberandi verst út og það er verið að skoða hans mál sérstaklega. Það veit hv. 4. þm. Austurl. Því miður er yfirleitt alltaf tekið dæmi af þessum skóla en það sýnir ekki hvernig heildin kemur út. Margir skólar koma mjög vel út úr reiknilíkaninu líka og endurskoðunin er þegar farin að hafa áhrif. Því til stuðnings mætti t.d. nefna Fjölbrautaskóla Vesturlands en forsvarsmenn þess skóla hafa lýst yfir ánægju með þá endurskoðun sem þegar hefur farið fram.