Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 22:52:25 (2773)

2001-12-07 22:52:25# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[22:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Við munum fylgjast með þeirri þróun sem hér verður. Ég hefði nú viljað að þessi þróun yrði stöðvuð eða að henni yrði beint í annan farveg. Ég tel mjög óráðlegt að taka 10 millj. frá þessum sjúkrahótelum, eins og stendur til að gera í fjárlagafrv. Með hliðsjón af því hver þróunin hefur verið á liðnum árum og fram kemur í þessari greinargerð BSRB þá finnst mér ástæða til að staldra við og íhuga hvort ekki sé kominn tími til að hverfa af þessari braut. Ég vil eindregið hvetja til þess að hæstv. heilbrrh., sem mér sýnist hafa staðið býsna vel í fæturna gagnvart einkavæðingaröflunum í Sjálfstfl. og hugsanlega einnig í eigin flokki, staldri við og taki einnig þetta sérstaka mál til skoðunar.