Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 11:43:50 (2792)

2001-12-08 11:43:50# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[11:43]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé samdóma álit allra sem koma að skólastarfi og þurfa að skipuleggja það að þær heimildir sem falla undir þau lagaákvæði sem hér eru til umræðu eru mjög gagnlegar fyrir skólastarfið. Það var hv. þm. Guðný Guðbjörnsdóttir sem var hér á sínum tíma og var þá kennari við Háskóla Íslands sem stóð sérstaklega upp. Ég man eftir þessu vegna þess að ég tók þátt í umræðunum og hv. þm. getur skoðað það í þingtíðindunum. Hún lýsti því yfir að hún sætti sig ekki við fjárhæðina en hún teldi að sú regla sem væri verið að lögfesta með þessum hætti, og við erum að árétta hér, væri mjög góð fyrir starfsemina innan Háskóla Íslands. Þetta getur hv. þm. kynnt sér. Þetta liggur fyrir í þingtíðindunum og ég þarf ekki að rökræða það frekar við hv. þm.