Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 13:01:53 (2805)

2001-12-08 13:01:53# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[13:01]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Framlög úr ríkissjóði til nemenda sem stunda nám fjarri heimilum sínum hefur verið ríflega tvöfaldað á þessu kjörtímabili. Það eru auðvitað pólitískar áherslur sem hv. þm. Jón Bjarnason þegir yfir vegna þess að það hentar honum ekki að láta sannleikann koma fram í þeim efnum.

Hitt er að verða nokkuð ljóst að skattastefna Vinstri grænna er að hækka skatta á almenning í landinu um 15--20% á einu bretti til að standa undir gífurlegum óskalista um ný útgjöld. Það er skattastefna hv. þingmanna Vinstri grænna og mundi vera í bandormi sem hér lægi á borðunum ef þeir sætu í ríkisstjórn.