Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:35:01 (2884)

2001-12-08 16:35:01# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:35]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér er nýr liður í fjárlögum. Sjúkraflutningar eru nauðsynlegur þáttur í heilbrigðisþjónustu landsmanna og til að halda uppi öryggi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, þarf að tryggja sjúkraflug með skömmum fyrirvara. Verið er að byggja miðstöð sjúkraflugs við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ef miðstöð sjúkraflugsins á að standa undir nafni verður að tryggja bakvaktir lækna við sjúkrahúsið, en það á í miklum rekstrarerfiðleikum og ber engan veginn kostnað af þeim bakvöktum sem hljótast af þjónustu við sjúkraflugið nema til komi sérstakt framlag til að styrkja rekstur sjúkraflugsins og stuðla að auknu öryggi fyrir sjúklinga.

Vinstri hreyfingin -- grænt framboð vill standa að uppbyggingu sjúkrahúsþjónustu úti um land og þetta er liður í því. Því segi ég já.