2001-12-11 16:35:10# 127. lþ. 48.5 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 127. lþ.

[16:35]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil bara ítreka að það er engin grundvallarbreyting sem þarna er verið að tala um, ekki síst vegna þess að sjávarútvegur fellur alls ekki innan marka EES-samningsins og kemur því ekki til með að skipta máli í sambandi við þetta nýja byggðakort. Ég held að við munum bara vinna okkur áfram í þessu og reyna að fá það besta út úr hlutunum. Það þarf hins vegar að tilkynna til ESA um styrkveitingar og þannig verður það áfram.

En ég held að þetta sé ekki stórmál. Ég hef átt fundi með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum þar sem farið hefur verið yfir þetta og ég bara vonast til þess að þokkaleg sátt ríki um þetta mál.