Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 14:05:34 (3068)

2001-12-12 14:05:34# 127. lþ. 50.8 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[14:05]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft að svara fyrirspurnum hv. þm. Jóhanns Ársælssonar varðandi endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Ég hafði stefnt að því að koma með frv. inn í þingið fyrir jólaleyfi en eins og háttvirtir þingmenn vita afgreiddi samstarfsflokkur okkar í ríkisstjórn ekki málið frá sér fyrr en á miðstjórnarfundi um síðustu mánaðamót. Þar af leiðandi var ekki hægt að ganga frá þessu samkvæmt áætlun.

Vegna annarra anna hef ég ekki getað unnið að þessu máli eins og ég hefði helst kosið til að koma því til þingsins fyrir jólin. Ég sé hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að það geti komið fyrir a.m.k. þingflokkana fyrir upphaf þings að loknu jólahléi og vonandi inn í þingið á fyrstu dögum þingsins eftir jólahlé. Ég sé ekkert sem ætti að tálma í þeim efnum.