Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 18:26:03 (3090)

2001-12-12 18:26:03# 127. lþ. 51.2 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 127. lþ.

[18:26]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er svo að steinbíturinn hefur verið mjög góður í skiptum fyrir aðrar aflaheimildir. Það veldur nokkru um að sá kvóti hefur ekki klárast. Útgerðir hafa gjarnan skipt honum upp í verðmætari eða það sem þeir kalla eftirsóknarverðari tegundir. En þar með er ekki sagt að steinbíturinn verði ónýtur í sjónum þó hann sé ekki veiddur það árið.