Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 18:14:11 (3242)

2001-12-13 18:14:11# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[18:14]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að mér fannst rétt að árétta að 18.000 kr. þakið er ekki fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja ... (Gripið fram í.) Ég var ekki að halda því fram að hv. þm. hefði farið rangt með. En hins vegar bæði hér úr ræðustól og eins í fjölmiðlum hefur þingmaðurinn farið mikinn og talað um fleiri hundruð þúsund króna hækkanir. Hún hefur oftar nefnt þetta 18.000 kr. þak og svo í sömu mund verið að tala um hvernig eitt og annað í þessum hækkunum bitnaði á þeim sem minnst mættu sín, ellilífeyrisþegum og öryrkjum.

Þess vegna finnst mér rétt að halda því til haga að þessar hækkanir bitna ekki á börnum, ellilífeyrisþegum eða öryrkjum og jafnframt að halda þessari endurgreiðslureglugerð á lofti vegna þess að hún kemur akkúrat til með að gagnast þeim fátæku sem þingmaðurinn vísar gjarnan til, gagnast þeim sem lægstu tekjurnar eru með.