Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 18:59:32 (3260)

2001-12-13 18:59:32# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[18:59]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Samkvæmt lögum um Kennaraháskóla Íslands frá 1997 áttu innritunargjöld að standa undir samanlögðum kostnaði við skráningu kennsluefnis og pappírsvöru. Ekki er lengur um það að ræða að nemendur fái kennsluefni eða útprentanir heldur er þeim vísað á efni á heimasíðum kennara og prenta út sjálfir á eigin kostnað. Sama má segja um aðra háskóla.

Samfylkingin mótmælir þeirri aðför að nemendum ríkisháskólanna sem birtist í þeirri hækkun innritunargjalda sem hér er verið að ákveða og sem stefnir ásamt miklum hækkunum á námsbókum og framfærslu jafnrétti til náms í landinu í hættu.