Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 19:03:12 (3263)

2001-12-13 19:03:12# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[19:03]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið á að skerða sóknar- og kirkjugarðsgjöld með þeim ákvæðum sem ætlunin er að samþykkja í 7. og 8. gr. Í stað þess að skila því sem hún gerði samning um að innheimta ætlar ríkisstjórnin að taka 850 kr. af hverjum einstaklingi á þessu ári og stinga því í eigin vasa í stað þess að skila til þeirra sem eiga að fá þessi gjöld.