Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 19:04:27 (3264)

2001-12-13 19:04:27# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[19:04]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er ríkisstjórnarmeirihlutinn að auka enn gjaldtöku á sjúklingum. 10 millj. kr. á að ná af veiku fólki, þeim sjúklingum sem þurfa að dvelja á sjúkrahótelum þar sem þeir eru of veikir til að vera einir heima hjá sér eða eru fjarri heimilum sínum í alvarlegri og erfiðri læknismeðferð hér í Reykjavík. Þetta eru sjúklingar sem áfram reka heimili sín og bera kostnað af þeim en auk þess er þeim ætlað að greiða þennan sjúklingaskatt ríkisstjórnarinnar. Ég segi nei.