Húsnæðismál

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 21:26:41 (3280)

2001-12-13 21:26:41# 127. lþ. 54.13 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, Frsm. MS
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[21:26]

Frsm. félmn. (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég geri grein fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, frá félmn.

Við umfjöllun nefndarinnar um málið komu til nefndarinnar fulltrúar félmrn., Sambands íslenskra sveitarfélaga og frá Íbúðalánasjóði.

Með frumvarpinu er lagt til að stjórn Íbúðalánasjóðs verði veitt heimild í ákveðnum tilvikum til að afskrifa hluta af skuldum sveitarfélags við sjóðinn. Telur nefndin eðlilegt að Íbúðalánasjóði verði fengin slík heimild enda sé hún í samræmi við hagsmuni sjóðsins.

Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Undir nál. skrifa Arnbjörg Sveinsdóttir, Magnús Stefánsson, Kristján Pálsson og Pétur H. Blöndal og þau Guðrún Ögmundsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Steingrímur J. Sigfússon með fyrirvara.